Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í fimmta skipti á ferlinum eftir að hafa komið fjórði í mark í Mexíkó kappakstrinum.
Hamilton þurfti að vera einn af sjö efstu í Mexíkó kappakstrinum sem fór fram í kvöld en eftir tímatökuna var hann fjórði.
Englendingurinn hélt sér í kringum það og kom svo fjórði í mark en þetta er fimmti heimsmeistaratitill hans. Einungis Juan Manuel Fangio hefur einnig unnið fimm heimsmeistaratitla.
Hinn ungi og bráðefnilegi Max Verstappen kom fyrstur í mark en næstur kom Þjóðverjinn Sebastian Vettel frá Ferrari.
Ferrari tók einnig bronsið en Kimi Raikkonen, gamla kempan, var í þriðja sætinu en hann endar tímabilið vel. Hann vann síðustu keppni í Bandaríkjunum.
Hamilton heimsmeistari í fimmta sinn
