Villikettir vilja skýringar frá bænum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2018 20:45 Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“ Dýr Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forsvarsmaður Kisukots á Akureyri er ósáttur með að bæjaryfirvöld hafi ekki útskýrt af hverju þau vilji ekki fara í samstarf um umsjón með villiköttum í bænum. Félagið segist bjóða upp á nútímalegri meðferð á villiköttum en sveitarfélög hafa boðið upp á. Dýraverndunarfélagið Villikettir var stofnað árið 2014 til þess að standa vörð um dýravernd fyrir villi- og vergangsketti á Íslandi. Akureyrardeild félagsins hefur verið starfrækt í tvö ár og er Ragnheiður Gunnarsdóttir í forsvari fyrir félagið á Akureyri auk þess sem hún hefur starfrækt Kisukot í bænum um árabil. „Við erum aðallega að ná villiköttum í bænum og stundum tökum við heimilisketti eða vergangsketti. Við geldum villikettina, sleppum þeim aftur út og sjáum um að gefa þeim að borða og að þeir fái skjól.“ Þetta segir Ragnheiður að sé mannúðlegri aðferð til þess að stemma í stigu við fjölgun villikatta. Og það virðist ganga vel en samkvæmt upplýsingum sem Ragnheiður hefur fengið frá bænum hefur enginn köttur komið inn til dýraeftilitsins það sem af er ári. Hefur félagið í tvígang óskað eftir samstarfi við bæinn en fengið neitun í bæði skiptin. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari útskýringar á því af hverju bærinn vill ekki fara í samstarf með félaginu. „Við erum ekki að biðja bæinn um neitt fjármagn. Við erum bara að biðja um að fá leyfi til þess að hugsa um villikettina í bænum og vergangskettina. Þeir hafa tvisvar sinnum neitað samstarfi. Þeir segja að það sé út af reglum um kattahald. Við báðum um nánari útskýringu en við höfum ekki fengið hana 34 dögum síðar.“ Félagið hefur nú þegar gert samstarf við fimm sveitarfélög á landinu, þar með talið Hafnarfjörð og segir Ragnheiður að samstarfið hafi gengið vel. En af hverju vilja samtökin fá þetta leyfi? „Þá höfum við staðfestingu á því að við megum gera það sem við erum að gera. Þetta er ný aðferð. Í staðinn fyrir að taka ketti og lóga þeim eins og sveitarfélag hafa gert þá er þetta betri aðferð. Við stoppum fjölgunina og gefum þeim að borða. Þetta er nútímalegri aðferð við spornun villikatta.“
Dýr Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira