Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2018 19:30 Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“ Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“
Fréttir af flugi Söfn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira