Rómarbúar mótmæla ástandinu í borginni eilífu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 14:20 Raggi viðurkennir að mörg vandamál hrjái Rómarborg. Hér ræðir hún um rúllustigann sem bilaði í vikunni. EPA/ Massimo Percossi Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018 Ítalía Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018
Ítalía Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira