Fótbolti

Án Ronaldo og Messi í fyrsta sinn síðan 2007

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjórarnir sem mætast á morgun.
Stjórarnir sem mætast á morgun. vísir/getty
Í fyrsta sinn í ellefu ár, eða síðan í desember 2007, verða Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ekki með þegar Barcelona og Real Madrid mætast. Real Madrid seldi Ronaldo til Juventus í sumar og Messi er meiddur og verður ekki með þegar liðin eigast við á Nývangi í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.15 að íslenskum tíma.

Real Madrid hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Starf Julen Lopetegui þykir hanga á bláþræði og jafnvel var búist við því að hann yrði rekinn fyrir leikinn gegn Barcelona. Antonio Conte og Arsene Wenger eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Real Madrid.

Barcelona er fjórum stigum á undan Real Madrid fyrir El Clásico eins og leikir þessara liða eru jafnan kallaðir. Börsungar höfðu aðeins fengið þrjú stig í fjórum deildarleikjum áður en þeir unnu Sevilla, 4-2, um síðustu helgi.

Barcelona og Real Madrid hafa mæst 176 sinnum í deildarleikjum. Real Madrid hefur unnið 72 leiki, Barcelona 70 og 34 sinnum hefur orðið jafntefli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×