Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2018 19:45 Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira