Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. október 2018 06:00 Helga Jónsdóttir starfandii forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.. Mynd/OR Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59