Gylfi kveður ASÍ með tilvitnun í Sókrates Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2018 19:00 Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins. Frambjóðendur til embættisins segja tíma kominn til breytinga og sameina þurfi alla innan hreyfingarinnar. Um þrjú hundruð fulltrúar 120 þúsund félagsmanna á almennum vinnumarkaði sitja þing Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Það eru tímamót hjá Alþýðusambandinu. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta eftir tíu ár í embætti eða allt frá hruni og það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru framundan. Í setningar- og kveðjuræðu sinni sagði Gylfi að á árunum eftir hrun hafi tekist að verja stöðu verkafólks vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar þar sem um 90 prósent launafólks væru í stéttarfélögum. „Þetta er afl sem tryggir okkur jafnstöðu á við atvinnurekendur og samtök þeirra og sterka stöðu í þríhliða viðræðum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um aðgerðir og lausnir,” sagði Gylfi. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist í tilraun til að skapa ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga með skerðingu bóta og tekjutengingum á síðustu árum. „Til viðbótar kemur síðan skefjalaus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni er krafa um réttlæti og jöfnuð,” sagði Gylfi. Forsetinn fráfarandi brýndi þingfulltrúa til samstöðu fyrir komandi viðræður við atvinnurekendur og stjórnvöld. Margt benti aftur á móti til að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hafi um lagt skeið. Það væri hins vegar ekki hans að dæma hvort þær aðferðir verði félagsmönnum ASÍ og fjölskyldum þeirra til heilla. En svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum,” sagði fráfarandi forseti ASÍ undir lok kveðjuræðunnar. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudagsmorgun. En þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands sækjast eftir að taka við af Gylfa. „Fyrsta verkefnið er að vinna úr þeim tillögum og áherslum sem lagðar verða fram næstu tvo til þrjá dagana. Síðan að byggja upp sameiginlegar áherslur bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Ná fólki saman í eitt lið eftir þing,” segir Drífa. Sverrir Mar slær á svipaða strengi. „Mér finnst fyrsta verkefnið okkar vera að endurbyggja Alþýðusambandið. Fara aftur að tala við grasrótina. Endurmóta stefnuna og skapa nýtt traust,” sagði Sverrir Mar Albertsson. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Styrkur Alþýðusambandsins liggur í því að mikill meirihluti vinnandi fólks á Íslandi er skráður í verkalýðsfélög sem getur með samstöðu náð árangri í viðræðum við atvinnurekendur og stjórnvöld, að mati fráfarandi forseta sambandsins. Frambjóðendur til embættisins segja tíma kominn til breytinga og sameina þurfi alla innan hreyfingarinnar. Um þrjú hundruð fulltrúar 120 þúsund félagsmanna á almennum vinnumarkaði sitja þing Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Það eru tímamót hjá Alþýðusambandinu. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta eftir tíu ár í embætti eða allt frá hruni og það kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru framundan. Í setningar- og kveðjuræðu sinni sagði Gylfi að á árunum eftir hrun hafi tekist að verja stöðu verkafólks vegna styrks verkalýðshreyfingarinnar þar sem um 90 prósent launafólks væru í stéttarfélögum. „Þetta er afl sem tryggir okkur jafnstöðu á við atvinnurekendur og samtök þeirra og sterka stöðu í þríhliða viðræðum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda um aðgerðir og lausnir,” sagði Gylfi. Stjórnvöld hafi hins vegar brugðist í tilraun til að skapa ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga með skerðingu bóta og tekjutengingum á síðustu árum. „Til viðbótar kemur síðan skefjalaus sjálftaka ofurlaunaaðalsins á svimandi launahækkunum sem magnar hina réttlátu reiði enn frekar. Stjórnmálamenn bera á þessu fulla ábyrgð. Krafan um að þeir og dekurbörnin þeirra deili kjörum með þjóðinni er krafa um réttlæti og jöfnuð,” sagði Gylfi. Forsetinn fráfarandi brýndi þingfulltrúa til samstöðu fyrir komandi viðræður við atvinnurekendur og stjórnvöld. Margt benti aftur á móti til að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hafi um lagt skeið. Það væri hins vegar ekki hans að dæma hvort þær aðferðir verði félagsmönnum ASÍ og fjölskyldum þeirra til heilla. En svo notuð séu fleyg orð Sókratesar úr málsvörn sinni í síðustu samræðu hans við félaga sína: Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum,” sagði fráfarandi forseti ASÍ undir lok kveðjuræðunnar. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á föstudagsmorgun. En þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands sækjast eftir að taka við af Gylfa. „Fyrsta verkefnið er að vinna úr þeim tillögum og áherslum sem lagðar verða fram næstu tvo til þrjá dagana. Síðan að byggja upp sameiginlegar áherslur bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Ná fólki saman í eitt lið eftir þing,” segir Drífa. Sverrir Mar slær á svipaða strengi. „Mér finnst fyrsta verkefnið okkar vera að endurbyggja Alþýðusambandið. Fara aftur að tala við grasrótina. Endurmóta stefnuna og skapa nýtt traust,” sagði Sverrir Mar Albertsson.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira