Leigjendur ósáttir við Airbnb frumvarp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 15:00 Leigjendur geta ekki leigt heimili sitt út á Airbnb verði frumvarp ráðherra að lögum. Vísir/vilhelm Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar. Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Leigjendur mótmæla ákvæði í nýju frumvarpi um heimagistingar sem takmarkar rétt leigjenda til að skrá íbúðir á Airbnb. Samkvæmt frumvarpinu fær einungis þinglýstur eigandi fasteignar leyfi fyrir heimagistingu frá sýslumanni.Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, var birt á samráðsgáttinni 17. október. Í því er gert ráð fyrir að sýslumaður fái heimild til að beita þá sem reka heimagistingu án leyfis stjórnvaldssektum. Þá yrði einnig heimilt að sekta þá sem skila ekki svokölluðu nýtingaryfirliti. Yfirlitið á að sýna alla leigudaga og tekjur þeim tengdar. Önnur breyting snýr að því að eingunis þinglýstir eigendur fasteignar mega reka heimagistingu. Hingað til hefur lögheimilisskráning dugað til. Í greingargerð segir að sýslumaður hafi frá árinu 2017 orðið þess var að einstaklingar skrái lögheimili til málamynda í þeim tilgangi að geta skráð eign til heimagistingar. Sem dæmi getur eigandi fyrirtækis skráð lögheimili sitt á fasteign sem er í eigu fyrirtækisins, skráð hana í heimagistingu og sleppt því að greiða ýmis gjöld og skatta. Telja fólki mismunaðNokkrar umsagnir hafa borist við frumvarpið á samráðsgáttinni og í einni þeirra er bent á að leigumarkaðurinn sé stór hluti húsnæðismarkaðarins. Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóð má ætla að um miðbik ársins hafi verið á bilinu 28.500 til 31.000 heimili á leigumarkaði á landinu öllu. „Það skref að leyfa aðeins þinglýstum eigendum að selja heimagistingu á heimilum sínum er mismunun við þá sem eru á leigumarkaði og hafa í dag fullan rétt á að selja gistingu í heimilum sínum í 90 nætur eða þéna allt að 2 milljónir króna á almanaksári, svo lengi sem að það brjóti ekki leigusamninga," segir í umsögn Guðmundar Árna Ólafssonar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur birt frumvarp um heimagistingar.VÍSIR/EYÞÓRÍ annarri umsögn er því haldið fram að um mismunum sé að ræða. „Með breytingunni um að ,,skráning heimagistingar verði bundin við þinglýst eignarhald og lögheimili'' er verið að mismuna fólki á leigumarkaði. Tækifæri fólks á leigumarkaði til þess að afla sér smá aukinna tekna er því ekki til staðar á meðan eigendur fasteigna hafa einir tækifæri til þess," segir Hermann Guðmundsson. „Ég tel að það þurfi að taka tillit til þeirra sem leigja íbúðir og vilja nýta sér leyfi til heimagistingar. Legg til að þinglýstur leigusamningur hafi jafnt vægi á við eignarhald í þessum lögum," segir í umsögn Gunnars Þórs Gestssonar. Félag fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu fagnar hins vegar tillögunni. Telur formaður félagsins þó tilefni til að ganga enn lengra og takmarka hámarks leigutímabil við einn mánuð, eða hefðbundið orlofstímabil vinnandi fólks. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er tekið undir þetta og lagt til að einstaka sveitarfélögum verði heimilt að takmarka leigutímabilið við 30 daga. Sambandið fagnar tillögu um að heimildin verði bundin við þinglýsta eigendur fasteignar.
Tengdar fréttir Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Fá heimild til að sekta fyrir heimagistingu án leyfis Ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um heimagistingu. 18. október 2018 13:00