Lík barna í fjöldagröfum á Írlandi verða grafin upp Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 16:49 Sérfræðingar leita að líkum neðanjarðar með radar við heimilið í Tuam. Vísir/EPA Írsk stjórnvöld ætla að láta grafa upp líkamsleifar barna sem voru grafin í ómerktum fjöldagröfum við fyrrum heimili fyrir mæður og börn. Ætlunin er að bera kennsl á börnin og grafa lík þeirra aftur. Írar voru slegnir óhug í fyrra þegar í ljós kom að verulegt magn af líkamsleifum úr börnum hefði fundist grafin við heimili sem kaþólskar nunnur ráku fyrir ógiftar mæður og börn þeirra í Tuam í Galway-sýslu frá 1925 til 1961. Barnadauði var tíður á heimilinu. Líkamsleifarnar fundust í kjölfar þess að áhugamaður um sagnfræði hóf að grennslast fyrir um afdrif hátt í áttahundruð barna sem létust á heimilinu. Hann fann dánarvottorð fyrir 796 börn en engin gögn voru til um að þau hefðu verið grafin.Breska ríkisútvarpið BBC segir að börnin hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Meðferðin á líkum þeirra hefur aftur á móti vakið hneykslun. Írska ríkisstjórnin hóf opnibera rannsókn árið 2015. Hún leiddi í ljós verulegt magn af líkamsleifum í að minnsta kosti sautján neðanjarðarhvelfingum. Rannsóknir benda til þess að meðal barna sem voru grafin þar hafi verið fyrirburar en einnig börn allt að þriggja ára gömul. Heimili sem þetta voru rekin víða um Írland á tíma þegar kynlíf utan hjónabands var forboðið í landinu. Konum sem eignuðust börn utan hjónabands var í mörgum tilfellum útskúfað úr fjölskyldum og komið fyrir á heimilum sem þessum. Írland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Írsk stjórnvöld ætla að láta grafa upp líkamsleifar barna sem voru grafin í ómerktum fjöldagröfum við fyrrum heimili fyrir mæður og börn. Ætlunin er að bera kennsl á börnin og grafa lík þeirra aftur. Írar voru slegnir óhug í fyrra þegar í ljós kom að verulegt magn af líkamsleifum úr börnum hefði fundist grafin við heimili sem kaþólskar nunnur ráku fyrir ógiftar mæður og börn þeirra í Tuam í Galway-sýslu frá 1925 til 1961. Barnadauði var tíður á heimilinu. Líkamsleifarnar fundust í kjölfar þess að áhugamaður um sagnfræði hóf að grennslast fyrir um afdrif hátt í áttahundruð barna sem létust á heimilinu. Hann fann dánarvottorð fyrir 796 börn en engin gögn voru til um að þau hefðu verið grafin.Breska ríkisútvarpið BBC segir að börnin hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Meðferðin á líkum þeirra hefur aftur á móti vakið hneykslun. Írska ríkisstjórnin hóf opnibera rannsókn árið 2015. Hún leiddi í ljós verulegt magn af líkamsleifum í að minnsta kosti sautján neðanjarðarhvelfingum. Rannsóknir benda til þess að meðal barna sem voru grafin þar hafi verið fyrirburar en einnig börn allt að þriggja ára gömul. Heimili sem þetta voru rekin víða um Írland á tíma þegar kynlíf utan hjónabands var forboðið í landinu. Konum sem eignuðust börn utan hjónabands var í mörgum tilfellum útskúfað úr fjölskyldum og komið fyrir á heimilum sem þessum.
Írland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira