Borgar bændum fyrir að fá að grafa eftir rafmyntum á bæjum þeirra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2018 10:54 Bændurnir eru sagðir hafa í fyrstu haft efasemdir um samstarfið. Fréttablaðið/Anton Brink Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired. Þar er Krista sögð hafa fundið sniðuga lausn við þeirri gríðarlegu orkuþörf sem þarf til þess að grafa eftir rafmyntum.Starfrækir hún lítið gagnaver í Sandgerði og fetar þar með í fótspor stærri fyrirtækja sem reka gríðarstór gagnaver á Suðurnesjum, sem að mestu eru brúkuð til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin og Ethereum. Slík starfsemi hefur aukist gríðarlega um allan heim undanfarin ár en sá galli er á henni að starfsemin notar gríðarlegt rafmagn.Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari hjá Keili er með rafmyntanámuvinnslu í Sandgerði.KeilirHér á landi er talið að gagnaver noti 840 gígavattstundir við námugröftinn, sem er meira en öll heimili landsins nota til samans. Hefur þessi gríðarlega orkuþörf verið gagnrýnd en Krista hefur fundið lausn sem gerir henni kleyft að spara rafmagn og minnka kostnað. Og þar koma bændurnir við sögu „Bændur eru með mikið geymslurými og það er auðveldara fyrir okkar að flytja búnaðinn til þeirra,“ segir Krista í samtali við Wired. Greiðir hún bændunum fyrir umframorku sem þeir þurfa ekki að nota og í staðinn fær hún að setja upp tölvubúnað í geymslunum. Tölvubúnaðurinn er svo notaður til þess að grafa eftir rafmyntinni Ethereum á bóndabæjunum, auk gagnaversins litla í Sandgerði.Skapar rúmlega milljón á mánuði Við vinnsluna skapast töluverður hiti og er hann notaður til þess að hita upp rýmin sem vinnslan fer fram í að sögn Kristu. Þetta segir að hún að sé mjög hagkvæmt, það lækki leiguna sem hún þurfi að greiða og spari bændum upphitunarkostnað. Krista segir þó að ekki hafi verið auðvelt að sannfæra bændurna um samstarfið.Virði Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs en hefur fallið síðan þá„Við þurftum að útskýra vel fyrir þeim hvað þetta væri, að þetta væri búnaður sem býr til pening og notar orku. Fólk hefur sínar efasemdir, auðvitað, vegna þess að þetta hljómar of gott til að vera satt. En þetta er mjög gott fyrir okkur þar sem við fáum orku og húsnæði á lægra verði,“ segir Krista. Í umfjöllun Wired segir að bændurnir hafi hljótt um þátttöku sína í samstarfinu þar sem þeir óttist að það geti haft áhrif á styrki sem þeir fái auk þess sem að óvissa sé uppi um lagalega hlið málsins. Þetta skilar sér þó fyrir Kristu sem á hverjum mánuði grefur upp tölvubúnaðurinn upp Ethereum-mynt að virði 1,2 milljóna króna.Umfjöllun Wired má lesa hér. Rafmyntir Tengdar fréttir Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30 Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari við Keili, og rafmyntanámuvinnsla hennar í Sandgerði og nágrenni hefur vakið athygli en fjallað er um starfsemi Kristu á bresku fréttasíðunni Wired. Þar er Krista sögð hafa fundið sniðuga lausn við þeirri gríðarlegu orkuþörf sem þarf til þess að grafa eftir rafmyntum.Starfrækir hún lítið gagnaver í Sandgerði og fetar þar með í fótspor stærri fyrirtækja sem reka gríðarstór gagnaver á Suðurnesjum, sem að mestu eru brúkuð til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin og Ethereum. Slík starfsemi hefur aukist gríðarlega um allan heim undanfarin ár en sá galli er á henni að starfsemin notar gríðarlegt rafmagn.Krista Hannesdóttir, stærðfræðikennari hjá Keili er með rafmyntanámuvinnslu í Sandgerði.KeilirHér á landi er talið að gagnaver noti 840 gígavattstundir við námugröftinn, sem er meira en öll heimili landsins nota til samans. Hefur þessi gríðarlega orkuþörf verið gagnrýnd en Krista hefur fundið lausn sem gerir henni kleyft að spara rafmagn og minnka kostnað. Og þar koma bændurnir við sögu „Bændur eru með mikið geymslurými og það er auðveldara fyrir okkar að flytja búnaðinn til þeirra,“ segir Krista í samtali við Wired. Greiðir hún bændunum fyrir umframorku sem þeir þurfa ekki að nota og í staðinn fær hún að setja upp tölvubúnað í geymslunum. Tölvubúnaðurinn er svo notaður til þess að grafa eftir rafmyntinni Ethereum á bóndabæjunum, auk gagnaversins litla í Sandgerði.Skapar rúmlega milljón á mánuði Við vinnsluna skapast töluverður hiti og er hann notaður til þess að hita upp rýmin sem vinnslan fer fram í að sögn Kristu. Þetta segir að hún að sé mjög hagkvæmt, það lækki leiguna sem hún þurfi að greiða og spari bændum upphitunarkostnað. Krista segir þó að ekki hafi verið auðvelt að sannfæra bændurna um samstarfið.Virði Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs en hefur fallið síðan þá„Við þurftum að útskýra vel fyrir þeim hvað þetta væri, að þetta væri búnaður sem býr til pening og notar orku. Fólk hefur sínar efasemdir, auðvitað, vegna þess að þetta hljómar of gott til að vera satt. En þetta er mjög gott fyrir okkur þar sem við fáum orku og húsnæði á lægra verði,“ segir Krista. Í umfjöllun Wired segir að bændurnir hafi hljótt um þátttöku sína í samstarfinu þar sem þeir óttist að það geti haft áhrif á styrki sem þeir fái auk þess sem að óvissa sé uppi um lagalega hlið málsins. Þetta skilar sér þó fyrir Kristu sem á hverjum mánuði grefur upp tölvubúnaðurinn upp Ethereum-mynt að virði 1,2 milljóna króna.Umfjöllun Wired má lesa hér.
Rafmyntir Tengdar fréttir Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30 Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. 13. febrúar 2018 21:30
Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00
Býst við því að gagnaver fari fram úr heimilum Mikill uppgangur er í gagnaveituiðnaðinum hér á landi og hafa fjölmörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í svokölluðum námugreftri rafmynta leitað eftir því að byggja gagnaver hér. 12. febrúar 2018 22:00