Telja úrtöluraddir vera áróður forréttindahópa Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2018 06:00 Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Verkalýðsleiðtogar segja gagnrýni á kröfugerð forystu launamanna á síðustu dögum út í hött. Vísa þeir úrtöluröddum til föðurhúsanna. Grímulaus hræðsluáróður eigi sér stað um réttláta kröfugerð launþegahreyfingarinnar. Heyrst hafa raddir um að kröfur Starfsgreinasambandsins og VR stefni stöðugleika í voða, þær séu óraunhæfar og upphafið að stærsta höfrungahlaupi í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þetta fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðsleiðtogum. „Það er ömurlegt þegar lobbíistar efnahagslegu forréttindahópanna spretta fram í hvert einasta skipti þegar kemur að því að þurfa að semja á almennum markaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Á sama tíma horfum við upp á efri lög samfélagsins taka upp í 1,2 milljónir í hækkanir á einu bretti og telja stöðugleika ógnað þegar launafólk óskar sér lífsviðurværis af eigin vinnu.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, segir þetta daglegt brauð í kjarabaráttu. „Alltaf, þegar almennt verkafólk setur fram kröfur sínar, fer allt þjóðfélagið af stað og úrtöluraddir geysast fram um að hér fari allt á hausinn,“ segir Björn. „Svo heyrast engar raddir þegar aðrir fá mun hærri launahækkanir.“ Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir hræsni að nú segist menn óttast um stöðugleikann. „Það er ábyrgðarhluti að stíga fram með metnaðarfullar kröfur fyrir okkar fólk. Þingmenn, ráðherrar, seðlabankastjórar og forstjórar hafa fengið hundruð þúsunda í hækkanir. Þá voru engar viðvörunarbjöllur á lofti. Ég blæs á svona fullyrðingar. Við erum einfaldlega að krefjast þess að geta lifað af lægstu launum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00 Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Krefjast 125 þúsund króna hækkunar Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar. 16. október 2018 09:00
Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins. 17. október 2018 10:52
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00