Spilafíkill varð undir í 80 milljóna baráttu við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 10:20 Guðlaugur Karlsson fyrir framan spilakassana sem hafa haft af honum aleiguna að hans sögn. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér. Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Landsréttur sýknaði á föstudaginn íslenska ríkið af 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar. Hann höfðaði mál á hendur ríkinu til innheimtu bótanna vegna tjóns sem hann segist hafa orðið fyrir og rekja megi til þess að ríkinu sé heimilt að reka spilakassa í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga sem fjalla um fjárhættuspil. Ríkið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1973 um Happdrætti Háskóla Íslands og lögum 73/1994 um söfnunarkassa leyfi til að reka spilakassa. Um er að ræða sérlög í andstöðu við almenn hegningarlög þar sem segir í 183. grein að sá sem gerir fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu sinni eða komi öðrum til þátttöku í þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Heimildin er í lögunum. Og með því að leyfa þetta koma þeir öðrum til þátttöku í spilakassastarfsemi eða fjárhættuspili sem er svo bannað í hegningarlögum. Þarna lýstur þessu saman, sem er kjarni þessa máls. Hvort sérlögin, sem heimila þessa spilastarfsemi geti verið í andstöðu við hegningarlögin? Hvort sérlögin gangi framar hegningalögum,“ sagði Þórður Sverrisson, lögmaður Guðlaugs, í viðtali við Vísi í vetur.Taldi illa staðið að lagabreytingum Um það var tekist en Þórður taldi það ekki ganga upp. Benti hann á að þegar heimildin hafi verið veitt af dómsmálaráðherra árið 1994 hafi ekki verið farið í nauðsynlegar lagabreytingar. „Þeir hefðu þurft að fella niður þessa grein í hegningarlögunum ef þetta ætti að halda vatni.“ Guðlaugur höfðaði upphaflega mál gegn ríkinu og SÁÁ árið 2016. Málinu var vísað frá vegna formgalla en óljóst þótti hver ábyrgð væri ríkisins annars vegar og SÁÁ hins vegar. Það var tekið til meðferðar í vor og tapaðist það í héraðsdómi. Guðlaugur áfrýjaði málinu til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu.Sérlögin yngri og gengu því framar Sérlögin væru yngri en almennu hegningarlögin og gengu því framar almennum hegningarlögum. Ekki var heldur fallist á það með Guðlaugi að ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglurnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum. Var ríkið því líka sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta.Dóminn í heild má lesa hér.
Fjárhættuspil Tengdar fréttir Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00 Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00 Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Telur dapurlegt að höfða þurfi dómsmál vegna spilakassa Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ögmundur Jónasson hafa báðir lagt fram frumvörp þar sem markmiðið var meðal annars að auka eftirlit með happdrætti hér á landi. 7. september 2016 07:00
Tapaði fjórum milljónum á einum mánuði í spilakassa Íslenska ríkinu stefnt vegna fjárhættuspila. 6. febrúar 2018 09:00
Stefnir hinu opinbera og vill banna spilakassa Guðlaugur Jakob Karlsson heldur því fram að rekstur spilakassa sé kolólöglegur og hafi alltaf verið. 6. september 2016 07:00