Jöklanna tindar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun