Davidson ræddi sambandsslitin við grínistann Judd Apatow og sló á létta strengi um málið.
„Eins og þið sjáið þá langar mig ekkert að vera hérna. Það er mikið í gangi. Er einhver með laust herbergi? Vantar einhvern herbergisfélaga?“
Meðan á sambandi Davidson og Grande stóð bjuggu þau saman í íbúð söngkonunnar í New York, en hún er metin á 16 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum afþreyingarmiðilsins E! dvelur Davidson nú hjá fjölskyldu sinni og kveðst „hafa það fínt.“
Þá talaði Davidson um húðflúr sem hann er með en þau tengjast mörg hver sambandi hans við Grande. Hann segist nú vera að vinna í að láta hylja þau eða breyta.
Swingin left with Judd and friends. Sweet Pete Davidson #petedavidson #juddapatow #swingleft #takebackthehouseView this post on Instagram
A post shared by Largo (@largolosangeles) on Oct 20, 2018 at 9:23pm PDT