Viðskipti innlent

Bréf í Icelandair rjúka upp eftir uppgjör

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bréf í Icelandair hækkuðu þegar opnað var fyrir viðskipti.
Bréf í Icelandair hækkuðu þegar opnað var fyrir viðskipti. Vísir/vilhelm
Gengi hlutabréfa Icelandair hafa hækkað í Kauphöll Íslands eftir að opnað var fyrir viðskipti í morgun. Hækkunin nemur 8,4 prósentum þegar þetta er skrifað en flugfélagið birti ársfjórðungsuppgjör í gær. 

Icelandair hagnaðist um 62 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ársfjórðungi sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna. Hann dróst þó saman um 62 prósent frá því á sama tíma í fyrra.

Þá hefur flugfélagið óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum er varða tiltekin skuldabréf félagsins upp á um 26 milljarða íslenskra króna.

 


Tengdar fréttir

Eignirnar helmingast á þremur árum

Eignir íslenskra hlutabréfasjóða hafa nær helmingast á þremur árum. Talsvert hefur verið um innlausnir fjárfesta, sér í lagi lífeyrissjóða. Framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir áhyggjuefni að innlendir langtímafjárfestar sjái ekki tækifæri í að viðhalda hlut sínum á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×