Geðheilbrigðisstefnumótun Eymundur L. Eymundsson skrifar 31. október 2018 09:34 Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hef ég opnað mig um mína geðröskun í fjölmiðlum. Ég hef verið að fræða á málþingum og skólum landsins. Það er ekki auðvelt að opna sig og tala um félagsfælni en þöggun hefur gert það að verkum að ég hef ekki getað setið á mér að gera fólki grein fyrir alvarleika og afleiðingum þess að glíma við félagsfælni sem er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Margt jákvætt hefur verið gert til þess að efla forvarnir og unga kynslóðin er opnari en sú eldri að meðtaka skilaboðin að fólk með geðsjúkdóma er ekkert síðra en annað fólk. Nú er þekking meiri og unga kynslóðin finnst gott að hlusta á fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma og hvaða bjargráð geta hjálpað. Geðsjúkdómar fara ekki í manngreiningarálit frekar en aðrir sjúkdómar. Afleiðingar af geðsjúkdómum hafa líka áhrif á tauga- og stoðkerfið en lítið fjallað um. Ég hef stundað sjúkraþjálfun í 23 ár út af minni slitgigt og 3 mjaðmaliðaskiptingum sem ég hef trú á að ég hefði aldrei þurft að ganga í gegnum ef ég hefði fengið hjálp sem barn. Ég hef kynnst mörgum sjúkraþjálfurum sem hafa þurft að vinna með andlega þáttinn hjá mörgum skjólstæðingum. Til að byggja hús þurfum við góðan grunn og það er eins með börn og ungmenni að þau fái tækifæri á að efla sjálfstraust, sjálfsmyndina og sjálfsvirðingu fyrir framtíðina. Ég myndi segja að það þyrfti að fræða eldri kynslóðina betur um geðsjúkdóma og þar get ég séð fyrir mér að farið sé í fyrirtæki. Fjölmiðlar geta gert mikið betur í forvörnum með því að sýna og segja frá því góða sem gert er í geðheilbrigðismálum. Ég tel að gott væri að bjóða upp á nám þar sem fólk með reynslu af geðröskun í bata geti menntað sig og unnið svo með fagfólki til að byggja upp geðheilsu hvort sem er í skólum landsins eða í geðheilbrigðiskerfinu. Samvinna fólks með reynslu af geðröskun og fagmanna getur verið besta meðalið fyrir fólkið sem þarf hjálp og í forvarnarfræðslu. Til þess þarf kerfið að vera opið fyrir því að nýta reynsluna, sem getur jafnast á við góð lyf og lítið um aukaverkanir. Geðheilbrigðisstefnumótun segir að samvinna eigi að vera við félagasamtök í forvörnum. Staðan í geðheilbrigðismálum er grafalvarleg, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur líka á landsbyggðinni. Að sálfræðingar séu í heilsugæslum er gott mál en það þarf líka að hlusta á fólkið sem hefur reynslu af geðröskun og sýna þeim meiri virðingu og viðurkenningu í stefnumótun. Ég hef aldrei heyrt fagmenn tala meira um fordóma innan sinnar stéttar gagnvart fólki sem glímir við geðröskun. Það var í október þegar ég mætti á stefnumótun geðheilbrigðisþjónustunnar. Fagmennirnir sögðu orðrétt „við þurfum heldur betur að taka okkur í gegn vegna þess að við erum með bullandi fordóma.“ Ég vona innilega að þau séu búinn að því þar sem það á enginn að þurfa að mæta fordómum hjá fagfólki né öðrum í samfélaginu eða fjölmiðlum. Tekið skal fram að ég hef fengið góða hjálp frá fagmönnum en það hafa ekki alllir sömu reynslu. Ef við ætlum að ná árangri getur verið gott að vinna betur saman, fyrir fólkið sem þarf hjálp og aðstandendur þeirra.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun