Sjá fram á kreppu í veitingageiranum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. október 2018 06:30 Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. Vísir/Vilhelm „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni.“ Þetta segir Sigmar Vilhjálmsson, sem stýrir Keiluhöllinni í Egilshöll og veitingastaðnum Shake & Pizza. Sigmar, líkt og fjöldi veitingamanna sem blaðið hefur rætt við, er uggandi vegna komandi kjaraviðræðna. Kjarasamningar eru lausir frá áramótum. Stærstu verkalýðsfélögin fara fram á umtalsverðar launahækkanir. „Atvinnulífið og starfsmenn þurfa að fara að þétta raðirnar og horfa á ríkiskassann. Skattalækkanir eru ekki síður leið til þess að auka kaupmátt,“ segir Sigmar. „Þessi umræða er oft á villigötum.“ Sigmar segir oft gleymast að megnið af fyrirtækjum í veitingageiranum sé ekki að skila miklum hagnaði. Staðan sé erfiðust fyrir þá á ferðamannamarkaði. Þeir sem eru í miðbænum glími svo við háa leigu og minnkandi viðskipti sökum sterks gengis krónunnar. Hann segir að laun séu um 30 prósent kostnaðar hjá vel reknum veitingastöðum. Þegar laun hækki bætist við að hráefniskostnaður hækki. Kollegar hans séu hver á fætur öðrum að hækka verðið hjá sér. Þeir sem reki fyrirtæki af ábyrgð þurfi að bregðast við. Veitingamenn í miðbænum sem blaðið ræddi við segja stöðuna erfiða. Það sé ekkert svigrúm til launahækkana. „Þetta mun leiða til verðhækkana, eins og venjulega,“ sagði einn veitingamaður. Aðrir taka undir og benda á að veitingastaðir séu þegar að fara á hausinn vegna aukins kostnaðar og hækkana á launum, leigu og hráefni. Fyrirséð sé að veitingastaðir muni draga úr þjónustu og framboði. Staðir muni minnka, starfsfólki fækka og úrval dragast saman. „Hingað til höfum við haft á okkur orð fyrir góða þjónustulund. Það tekur ekki langan tíma að snúa því við. Minni gæði og verri þjónusta hafa fljótt áhrif á ímyndina og ef krónan er áfram sterk bætist það við að þessi vara er of dýr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira