Landlæknir kallar á eftirlit með óhefðbundnum lækningum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Formaður Bandalags íslenskra græðara segir bandalagið fagna samvinnu við landlækni. NordicPhotos/Getty Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30