Þekkir þú einhvern Sigurberg? Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2018 11:00 Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar