Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 08:36 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Fréttablaðið/Eyþór Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðismál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsnæðismál Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira