Carlsen í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni gegn Caruana Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari. Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari.
Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38
Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00