Tíu menn Barcelona töpuðu gegn Betis Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 17:15 vísir/getty Tíu menn Barcelona töpuðu fyrir Real Betis í sjö marka leik í spænsku La Liga deildinni í fótbolta. Þetta var fyrsta tap Barcelona á heimavelli síðan í september 2016. Real Betis var í 15. sæti deildarinnar fyrir leik dagsins og því fáir sem bjuggust við því að gestirnir myndu setja fjögur mörk á topplið Barcelona. Sú varð þó raunin. Firpo Junior kom gestunum yfir á 20. mínútu og Joaquin tvöfaldaði forystuna korteri seinna, staðan í hálfleik 0-2 fyrir gestina í Betis. Lionel Messi lagaði stöðuna fyrir Barcelona úr vítaspyrnu á 67. mínútu en Giovani Lo Celso skoraði þriðja mark Betis stuttu seinna. Aftur klafsaði Barcelona í bakkann, Arturo Vidal skoraði á 79. mínútu og staðan orðin 2-3. Ivan Rakitic fékk sitt annað gula spjald tveimur mínútum seinna og var rekinn af leikvelli. Sergio Canales var ekki lengi að nýta sér það og skoraði fjórða mark Betis eftir sendingu Junior. Í uppbótartíma náði Messi að setja sitt annað mark, lokatölur 3-4 í ótrúlegum markaleik á Nývangi. Spænski boltinn
Tíu menn Barcelona töpuðu fyrir Real Betis í sjö marka leik í spænsku La Liga deildinni í fótbolta. Þetta var fyrsta tap Barcelona á heimavelli síðan í september 2016. Real Betis var í 15. sæti deildarinnar fyrir leik dagsins og því fáir sem bjuggust við því að gestirnir myndu setja fjögur mörk á topplið Barcelona. Sú varð þó raunin. Firpo Junior kom gestunum yfir á 20. mínútu og Joaquin tvöfaldaði forystuna korteri seinna, staðan í hálfleik 0-2 fyrir gestina í Betis. Lionel Messi lagaði stöðuna fyrir Barcelona úr vítaspyrnu á 67. mínútu en Giovani Lo Celso skoraði þriðja mark Betis stuttu seinna. Aftur klafsaði Barcelona í bakkann, Arturo Vidal skoraði á 79. mínútu og staðan orðin 2-3. Ivan Rakitic fékk sitt annað gula spjald tveimur mínútum seinna og var rekinn af leikvelli. Sergio Canales var ekki lengi að nýta sér það og skoraði fjórða mark Betis eftir sendingu Junior. Í uppbótartíma náði Messi að setja sitt annað mark, lokatölur 3-4 í ótrúlegum markaleik á Nývangi.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti