Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:00 Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við mótmælendur. Vísir/Getty Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot. Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot.
Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00
Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31