Aron Einar gefur út bók: Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Aron Einar Gunnarsson á HM síðast sumar. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn