Tugir þúsunda í fjöldagröfum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2018 08:30 Frá uppgreftri fjöldagrafar í Sýrlandi. vísir/getty Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“