Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 07:30 Prime Tours og Far-vel eru í eigu sama aðila. Fréttablaðið/Anton brink Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær. Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. Eigandi Far-vel og stofnandi er Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, en félagið er í dag skráð á eiginkonu hans. Ekki sé þó litið á þetta sem kennitöluflakk. „Við getum sagt að kraftaverkið gerðist, þótt það hafi verið í annarri mynd en við ætluðum okkur,“ segir Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið og vísar til fyrri ummæla í blaðinu um Prime Tours. Félagið var einn af undirverktökum Strætó bs. og sinnti meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra en var úrskurðað gjaldþrota í október og yfir það skipaður skiptastjóri. Í gær tilkynnti Strætó að stjórn félagsins hefði samþykkt beiðni skiptastjóra um framsal á rammasamningi akstursþjónustunnar til Far-vel ehf., sem gert hafði tilboð í vagnaflota búsins og boðið starfsfólki áframhaldandi starf. Stjórn Strætó lítur svo á að Far-vel fullnægi öllum hæfisskilyrðum rammasamningsins og því var erindi skiptastjóra samþykkt. Hvergi kom þó fram að sömu eigendur væru að Far-vel og Prime Tours. En hvernig er þetta ekki kennitöluflakk? „Það er einmitt það sem ég var að berjast við samvisku mína út af. Þá fékk ég skilgreiningu frá skiptastjóra og fleiri lögfróðum um hvað kennitöluflakk væri,“ segir Hjörleifur. Hann hafi verið fullvissaður um að hér væri ekki um kennitöluflakk að ræða, af ýmsum ástæðum. „Mér var allavega sagt að ég gæti verið með góða samvisku yfir því að þetta væri ekki kennitöluflakk.“ Hjörleifur kveðst koma með tvo nýja aðila inn í þetta með þeim, fjármagnið sé tryggt sem og þjónustan sem sé fyrir öllu. „Við greiðum matsverð sem sett var á flotann og skiptastjórinn fann út verð sem við kaupum á. Það fara tugir milljóna inn í þrotabúið úr vasa okkar sem að þessu stöndum.“ Hvorki náðist í framkvæmdastjóra né lögfræðing Strætó bs. í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Samgöngur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira