Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Markússon skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun