Fær greitt þrátt fyrir fjarveru sína í bæjarráði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. nóvember 2018 13:44 Sigurjón Vídalín situr í bæjarráði Árborgar. Vísir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira