Launahækkanir gætu leitt til kaupmáttarrýrnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 11:34 Höfuðstöðvar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Kjarasamningstímabilið sem nú er að ljúka er sagt nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti. Greinendur Landsbankans segja að kaupmáttur gæti rýrnað ef verðbólguspár ganga eftir og launahækkanir verða í samræmi við svigrúm sem atvinnurekendur telja sig hafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 0,6% milli ágúst og september. Í september hafði vísitalan hækkað samtals um 5,9% undanfarna tólf mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í um það bil ár en hefur nú verið í kringum 6% frá því í maí, að því er segir í Hagsjánni. Launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir á tímabilinu janúar 2015 til maí 2018. Ef litið er á tímabilið frá janúar 2015 til september 2018 segja hagfræðingar bankans áætla megi gróflega að samningsbundnar hækkanir hafi verið tæp 20%, en launavísitalan hefur hækkað um 35% á sama tíma. „Það þýðir að launavísitalan hefur hækkað um 12,5% umfram samningsbundnar hækkanir, eða að jafnaði um 0,35% umfram samningsbundnar hækkanir í hverjum mánuði. Launakostnaður fyrirtækjanna virðist þannig hafa hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi,“ segir í Hagsjánni.Óánægja þrátt fyrir árangur Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu hefur aukist um 25% frá árslokum 2014. Það jafngildir 6,1% kaupmáttaraukningu á ári á þessu tæplega fjögurra ára tímabili. Sé litið á tímabilið frá árslokum 2000 hefur kaupmáttur aukist um tæp 50%, eða um u.þ.b. 2,1% á ári að jafnaði. Sé litið á fyrri hluta þessa tímabils, þ.e. frá árslokum 2000 til ársloka 2014 jókst kaupmáttur um 20%, eða um 1,3% á ári að jafnaði. Svipaða sögu er að segja um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, en hann hefur aukist að meðaltali um 3,5% á ári frá aldamótum. Á fyrri hluta tímabilsins, 2001-2014, jókst hann að jafnaði um 2,2% á ári, en um 8% á ári 2015-2018. „Það má því vera ljóst að það samningstímabil sem nú er að ljúka er nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti,“ segir í Hagsjánni. Sérfræðingar Landsbankans segja að öllu jafna ætti að ríkja ánægja með góðan árangur en öðru sé nær. „Mikil óánægja með launaþróun annarra hópa, sérstaklega þeirra sem hafa fengið launahækkanir samkvæmt úrskurðum Kjararáðs, hafa valdið því að ekki er horft sérstaklega til þess góða árangurs sem hér hefur verið fjallað um. Aðrir þættir eins og meintur aukinn ójöfnuður í samfélaginu og röng skipting skattbyrði hafa líka haft áhrif í þessu sambandi,“ segir í Hagsjánni.Kaupmáttur hefur aukist undanfarin ár. Landsbankinn spáir rýrnun hans ef launahækkanir sem hópar innan ASÍ krefjast verða að veruleika.Vísir/vilhelmStefni að markmiði um þróun meðalkaupmáttar Lýsir bankinn kröfum hópa innan ASÍ fyrir kjaraviðræður þannig að þær séu með allra mesta móti og beinast bæði að atvinnurekendum og ríkissjóði, en einnig að Alþingi til dæmis varðandi aukna vernd leigjenda og Seðlabankanum varðandi lækkun stýrivaxta. Spár um hagþróun næstu ára benda allar til þess að toppi núverandi hagsveiflu sé náð og að rólegri tímar séu framundan. Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal félagsmanna sinna um mat á svigrúmi til launahækkana lá matið í mismunandi greinum milli 1,2 og 2,1% og var meðaltalið 1,9%. „Miðað við þær verðbólguspár sem hafa sést myndu launahækkanir af þessu tagi leiða til lækkunar á kaupmætti,“ segir í greiningu Landsbankans. Árleg meðalaukning kaupmáttar launa hafi verið 2,1% á ári frá árslokum 2000 og aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna 3,5% á ári. Tölur af því tagi séu ekki verra mat á svigrúmi fyrir kjarasamningar en hverjar aðrar. „Einn möguleiki á lendingu komandi samninga gæti því verið að stefna að því að ná ákveðnu markmiði fyrir þróun meðalkaupmáttar. Því svigrúmi mætti svo skipta með mismunandi hætti milli einstakra hópa í nánu samstarfi við stjórnvöld,“ segir í Hagsjánni.Uppfært 12:50 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að það væru launakröfur hópa innan ASÍ sem greinendur Landsbankans teldu að gætu leitt til rýrnunar kaupmáttar. Það rétta er að matið á mögulegri kaupmáttarrýrnun byggist á að verðbóluspár gangi eftir og launahækkanir verði í samræmi við svigrúm sem svarendur könnunar SA telja sig hafa. Kjaramál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kjarasamningstímabilið sem nú er að ljúka er sagt nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti. Greinendur Landsbankans segja að kaupmáttur gæti rýrnað ef verðbólguspár ganga eftir og launahækkanir verða í samræmi við svigrúm sem atvinnurekendur telja sig hafa. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 0,6% milli ágúst og september. Í september hafði vísitalan hækkað samtals um 5,9% undanfarna tólf mánuði. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hafði verið nokkuð stöðugur í rúmlega 7% í um það bil ár en hefur nú verið í kringum 6% frá því í maí, að því er segir í Hagsjánni. Launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir á tímabilinu janúar 2015 til maí 2018. Ef litið er á tímabilið frá janúar 2015 til september 2018 segja hagfræðingar bankans áætla megi gróflega að samningsbundnar hækkanir hafi verið tæp 20%, en launavísitalan hefur hækkað um 35% á sama tíma. „Það þýðir að launavísitalan hefur hækkað um 12,5% umfram samningsbundnar hækkanir, eða að jafnaði um 0,35% umfram samningsbundnar hækkanir í hverjum mánuði. Launakostnaður fyrirtækjanna virðist þannig hafa hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi,“ segir í Hagsjánni.Óánægja þrátt fyrir árangur Kaupmáttur á mælikvarða launavísitölu hefur aukist um 25% frá árslokum 2014. Það jafngildir 6,1% kaupmáttaraukningu á ári á þessu tæplega fjögurra ára tímabili. Sé litið á tímabilið frá árslokum 2000 hefur kaupmáttur aukist um tæp 50%, eða um u.þ.b. 2,1% á ári að jafnaði. Sé litið á fyrri hluta þessa tímabils, þ.e. frá árslokum 2000 til ársloka 2014 jókst kaupmáttur um 20%, eða um 1,3% á ári að jafnaði. Svipaða sögu er að segja um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, en hann hefur aukist að meðaltali um 3,5% á ári frá aldamótum. Á fyrri hluta tímabilsins, 2001-2014, jókst hann að jafnaði um 2,2% á ári, en um 8% á ári 2015-2018. „Það má því vera ljóst að það samningstímabil sem nú er að ljúka er nokkuð einstakt í sögunni hvað varðar aukningu á kaupmætti,“ segir í Hagsjánni. Sérfræðingar Landsbankans segja að öllu jafna ætti að ríkja ánægja með góðan árangur en öðru sé nær. „Mikil óánægja með launaþróun annarra hópa, sérstaklega þeirra sem hafa fengið launahækkanir samkvæmt úrskurðum Kjararáðs, hafa valdið því að ekki er horft sérstaklega til þess góða árangurs sem hér hefur verið fjallað um. Aðrir þættir eins og meintur aukinn ójöfnuður í samfélaginu og röng skipting skattbyrði hafa líka haft áhrif í þessu sambandi,“ segir í Hagsjánni.Kaupmáttur hefur aukist undanfarin ár. Landsbankinn spáir rýrnun hans ef launahækkanir sem hópar innan ASÍ krefjast verða að veruleika.Vísir/vilhelmStefni að markmiði um þróun meðalkaupmáttar Lýsir bankinn kröfum hópa innan ASÍ fyrir kjaraviðræður þannig að þær séu með allra mesta móti og beinast bæði að atvinnurekendum og ríkissjóði, en einnig að Alþingi til dæmis varðandi aukna vernd leigjenda og Seðlabankanum varðandi lækkun stýrivaxta. Spár um hagþróun næstu ára benda allar til þess að toppi núverandi hagsveiflu sé náð og að rólegri tímar séu framundan. Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal félagsmanna sinna um mat á svigrúmi til launahækkana lá matið í mismunandi greinum milli 1,2 og 2,1% og var meðaltalið 1,9%. „Miðað við þær verðbólguspár sem hafa sést myndu launahækkanir af þessu tagi leiða til lækkunar á kaupmætti,“ segir í greiningu Landsbankans. Árleg meðalaukning kaupmáttar launa hafi verið 2,1% á ári frá árslokum 2000 og aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna 3,5% á ári. Tölur af því tagi séu ekki verra mat á svigrúmi fyrir kjarasamningar en hverjar aðrar. „Einn möguleiki á lendingu komandi samninga gæti því verið að stefna að því að ná ákveðnu markmiði fyrir þróun meðalkaupmáttar. Því svigrúmi mætti svo skipta með mismunandi hætti milli einstakra hópa í nánu samstarfi við stjórnvöld,“ segir í Hagsjánni.Uppfært 12:50 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að það væru launakröfur hópa innan ASÍ sem greinendur Landsbankans teldu að gætu leitt til rýrnunar kaupmáttar. Það rétta er að matið á mögulegri kaupmáttarrýrnun byggist á að verðbóluspár gangi eftir og launahækkanir verði í samræmi við svigrúm sem svarendur könnunar SA telja sig hafa.
Kjaramál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira