Þegar Hughes spilaði tvo leiki í tveimur löndum sama daginn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Hughes í landsleik gegn Tékkum. Fyrir aftan má sjá glitta í Ian Rush. vísir/getty Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes. Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Það er oft sagt að það sé of mikið álag á knattspyrnumönnum nútímans en þeir hafa aldrei fengið að kynnast neinu sem jafnast á við það sem Mark Hughes reyndi fyrir rúmum 30 árum. Þá var Hughes leikmaður þýska liðsins Bayern München og að spila fyrir velska landsliðið sömuleiðis. Það gerði hann eitt sinn sama daginn. Það var nánar tiltekið þann 11. nóvember árið 1987. Wales var í harðri baráttu um að komast á EM 1988 og átti afar mikilvægan útileik fyrir höndum í Tékkóslóvakíu. Síðar sama dag átti Bayern bikarleik gegn Borussia Mönchengladbach og framkvæmdastjóri félagsins, Uli Höness, vildi alls ekki að Hughes missti af leiknum. „Hann vissi vel að ég væri að spila landsleik þennan dag í Prag. Hann spurði nú samt klukkan hvað leikurinn væri. Ég tjáði honum að hann væri einhvern tímann eftir þrjú. Þá rauk hann beint í símann og kom svo til baka. Þá sagði hann einfaldlega að hann teldi líklegt að ég gæti spilað báða leikina,“ sagði Hughes. „Ég hélt auðvitað fyrst að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig. Hann var búinn að skipuleggja þetta allt saman.“Hughes í leik með Bayern.vísir/gettyHughes spilaði allar 90 mínúturnar í Prag sem Wales tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði í leiknum. Þar með fór möguleiki liðsins á að komast á EM. Framherjinn var enn í búningi þegar honum var ekið í snarhasti út á flugvöll eftir leik. Honum var reyndar skutlað á Lödu þannig að hraðinn var kannski ekkert allt of mikill. „Þar beið mín einkaþota og ég þurfti að hafa fataskipti í flugvélinni. Ég fór bara beint í búning Bayern. Það mátti ekki tapa neinum tíma,“ sagði Hughes. Hann náði á völlinn í tíma en var eðlilega ekki settur í byrjunarliðið. Hughes kom þó af bekknum snemma í síðari hálfleik þar sem hans lið var að tapa, 0-1. „Það virtist þjappa liðinu saman og það var gott fyrir mig persónulega að fá mikinn stuðning. Þetta var algjör snilld hjá Höness.“ Með Hughes á vellinum náði Bayern að vinna leikinn 3-2 eftir framlengingu. Þvílíkur dagur hjá Hughes.
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira