Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:47 Þykkt ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu árið 2000 (t.v.) og í september á þessu ári (t.h.). Fjólublái og blái liturinn sýna hvar lagið er þynnst. Vísir/AP Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00