„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 08:02 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/getty Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50