Kristján Flóki Finnbogason skoraði afar mikilvægt sigurmark er Brommapojkarna vann 2-1 sigur á Elfsborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni.
Chinedu Obasi kom Elfsborg yfir á 20. mínútu úr vítaspyrnu en Kristján Flóki kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brommapojkarna.
Philip Hellquist jafnaði metin á 70. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði FH-ingurinn sigurmarkið. Þrjú mikilvæg stig í pokann hjá Brommapojkarna.
Þeir eru í harðri fallbaráttu en eftir sigurinn eru Bromma í fjórtánda sætinu með 23 stig. Fjórtánda sætið er umspilssæti en sæti neðar er Dalkurd með 22 stig.
Ein umferð er eftir af deildinni. Brommapojkarna spilar gegn Trelleborgs sem er á botninum eftir 0-1 tap gegn Östersunds. Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður. Dalkurd spilar gegn Sundsvall sem er í sjöunda sætinu en síðasta umferðin fer fram um næstu helgi.
