Viðskipti innlent

Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bréf í Icelandair hækkuðu verulega þegar opnað var fyrir viðskipti klukkan 13.
Bréf í Icelandair hækkuðu verulega þegar opnað var fyrir viðskipti klukkan 13. Vísir/vilhelm
Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air.

Viðskipti með bréf í flugfélaginu voru stöðvuð áður en tilkynnt var um kaupin á tólfa tímanum. Var opnað aftur fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 13 og hefur verðið á bréfunum rokið upp. Verður fróðlegt að fylgjast með gengi bréfanna eftir því sem líður á daginn.

Þegar þetta er skrifað hefur verð á bréfunum hækkað um 51,9 prósent en viðskipti með bréfin það sem af er degi nema 241 milljón króna. Kauphöllin er að langmestum hluta græn í dag. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um sex prósent og og í Arion banka og VÍS um fimm prósent.

Uppfært klukkan 14:13

Hækkunin nemur nú rúmlega 40 prósentum en viðskipti með bréf í Icelandair það sem af er degi nema nú 466 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla

Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group.

Icelandair kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna

Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×