Haukastúlkur eru komnar í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir níu marka sigur á HK, 23-14, en leikið var í Digranesi í kvöld.
Haukarnir voru með tröllatök á leiknum í fyrri hálfleik. Þær komust meðal annars í 5-1 og 9-2 og leiddu svo í hálfleik, 13-5.
Það var allt annað að sjá heimastúlkur í síðari hálfleik. Hægt og rólega náðu þær að minnka muninn í þrjú mörk og gátu minnkað í tvö en það gekk ekki.
Um miðjan hálfleikinn stigu Haukarnir aftur á bensíngjöfina og bættu í forskotið sem endaði í níu mörkum. Lokatölur 23-14.
Maria Ines Pereira og Birta Lind Jóhannsdóttir voru markahæstar í liði Hauka með fjögur mörk en Elva Arinbjarnar var atkvæðamest hjá HK, einnig með fjögur mörk.
Haukarnir áfram eftir kaflaskiptan leik í Digranesi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn


Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti
Fleiri fréttir
