Bylting étur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar