Bandaríkin blása lífi í allar viðskiptaþvinganirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 15:11 Bandaríkjaforseti tilkynnti í maí að hann myndi rifta kjarnorkusamningnum við Íran. Vísir/Ap Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur í hyggju að endurvekja allar þær viðskiptaþvinganir sem hún lagði á Íran, áður en kjarnorkusamningurinn svokallaði var undirritaður árið 2015. Trump lýsti því yfir í maí síðastliðnum að Bandaríkin myndu segja sig frá samningum, sem hann hefur lýst sem gölluðum og skaðlegum. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna eru sagðar til þess fallnar að lama marga af grunnatvinnuvegum Írana, eins og skipa- og bankastarfsemi auk olíuframleiðslu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. Þvinganirnar munu taka gildi á mánudag, degi fyrir þingkosningarnar vestanhafs. Áður hafði Bandaríkjastjórn kynnt til sögunnar þvinganir gegn bílaiðnaði landsins auk þess sem steinn var lagður í götu gull- og annarra málmviðskipta við Írani. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani fyrir þremur árum. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Trump hefur í hótunum en segist vilja „HEIMSFRIГ Bandaríkjaforseti hótar þjóðum sem stunda viðskipti við Íran. Evrópusambandið hefur sagst ætla að verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum þar. 7. ágúst 2018 10:56 Hvatti Breta til að hætta að styðja kjarnorkusamninginn Bandarísk stjórnvöld þrýsta á bresk að styðja sig í að rifta kjarnorkusamningnum við Íran. 12. ágúst 2018 10:11 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur í hyggju að endurvekja allar þær viðskiptaþvinganir sem hún lagði á Íran, áður en kjarnorkusamningurinn svokallaði var undirritaður árið 2015. Trump lýsti því yfir í maí síðastliðnum að Bandaríkin myndu segja sig frá samningum, sem hann hefur lýst sem gölluðum og skaðlegum. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna eru sagðar til þess fallnar að lama marga af grunnatvinnuvegum Írana, eins og skipa- og bankastarfsemi auk olíuframleiðslu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. Þvinganirnar munu taka gildi á mánudag, degi fyrir þingkosningarnar vestanhafs. Áður hafði Bandaríkjastjórn kynnt til sögunnar þvinganir gegn bílaiðnaði landsins auk þess sem steinn var lagður í götu gull- og annarra málmviðskipta við Írani. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani fyrir þremur árum. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Trump hefur í hótunum en segist vilja „HEIMSFRIГ Bandaríkjaforseti hótar þjóðum sem stunda viðskipti við Íran. Evrópusambandið hefur sagst ætla að verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum þar. 7. ágúst 2018 10:56 Hvatti Breta til að hætta að styðja kjarnorkusamninginn Bandarísk stjórnvöld þrýsta á bresk að styðja sig í að rifta kjarnorkusamningnum við Íran. 12. ágúst 2018 10:11 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Trump hefur í hótunum en segist vilja „HEIMSFRIГ Bandaríkjaforseti hótar þjóðum sem stunda viðskipti við Íran. Evrópusambandið hefur sagst ætla að verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum þar. 7. ágúst 2018 10:56
Hvatti Breta til að hætta að styðja kjarnorkusamninginn Bandarísk stjórnvöld þrýsta á bresk að styðja sig í að rifta kjarnorkusamningnum við Íran. 12. ágúst 2018 10:11