Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 20:09 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir til fulls. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Í refsiaðgerðunum felast viðskiptaþvinganir gegn Íran, þá helst bílaiðnaðinum þar í landi. Þá koma refsiaðgerðirnar illa við viðskipti með gull og aðra málma. Þvinganirnar taka gildi klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.BBC greinir frá því að Trump segist vera fullviss um að fjárhagslegar þrýstiaðgerðir sem þessar muni á endanum þvinga írönsk stjórnvöld til að ganga að samningaborðinu að nýju og láta af „illum gjörðum“ sínum. Þá varaði forsetinn við því að einstaklingar eða stofnanir sem virða ekki viðskiptabannið muni eiga von á „alvarlegum afleiðingum.“„Viðræður krefjast heiðarleika“Forseti Írans, Hassan Rouhani, kallaði aðgerðir Trumps „sálfræðihernað“ og taldi litlar líkur á því að samningar næðust á milli ríkjanna áður en refsiaðgerðirnar tækju gildi. „Við erum alltaf opin fyrir viðræðum og lipurð í alþjóðlegum samskiptum en það er eitthvað sem krefst heiðarleika,“ bætti Rouhani við og skaut þannig föstum skotum á Trump. Bretland, Frakkland og Þýskaland, sem einnig áttu aðild að kjarnorkusamningnum hafa lýst því yfir að þau harmi aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna þriggja gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ítrekað var að samkomulagið væri „nauðsynlegt“ fyrir öryggi og frið í heiminum. Þessi ríki hafa einnig lýst því yfir að þau hyggist heiðra samkomulagið. Auk Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Þýskalands voru Rússland og Kína aðilar að samkomulaginu, en þessi ríki hafa ekki tjáð sig opinberlega um ákvörðun forsetans.Hassan Rouhani, forseti Írans, gefur lítið fyrir orð Trumps um samningaviðræður.Vísir/GettyEnn frekari refsiaðgerðir í sjónmáliEnn frekari refsiaðgerðir taka svo gildi þann 5. nóvember, náist ekkert samkomulag milli ríkjanna. Þær aðgerðir munu ná til íranskra orkufyrirtækja, skipaframleiðenda og olíuiðnaðarins í landinu. Auk þess munu aðgerðirnar ná yfir alþjóðleg fjármálaviðskipti erlendra fjármálastofnanna við seðlabanka Írans. „Ég er ánægður að mörg alþjóðleg fyrirtæki hafi þegar tilkynnt áform sín um að yfirgefa íranska markaðinn og þó nokkur ríki munu draga úr eða hætta með öllu innflutningi sínum á íranskri hráolíu,“ segir í tilkynningu frá Bandaríkjaforseta. „Við hvetjum allar þjóðir til að fara að okkar fordæmi og gera írönskum stjórnvöldum það ljóst að þau hafa einungis tvo valkosti; annaðhvort breyta þau ógnandi og ótraustvekjandi hegðun sinni ellegar halda áfram að ýta undir efnahagslega einangrun eigin ríkis.“Trump segir samkomulagið „einhliða.“ Kjarnorkusamkomulagið frá 2015 fólst í því að Íran myndi láta af vafasömum athöfnum sínum í tengslum við kjarnorkuvígbúnað í skiptum fyrir tilslakanir áðurnefndra ríkja á viðskiptaþvingunum gegn landinu. Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, taldi að samningurinn myndi koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn og að það minnkaði líkurnar á kjarnorkustríði í heiminum. Trump hefur aftur á móti haldið því fram að samkomulagið sé „hræðilegt“ og „einhliða“. Donald Tump (t.v.) er ósammála forvera sínum í starfi, Barack Obama (t.h.), þegar kemur að kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent