Sömu aðferðafræði beitt í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir fóru í gær yfir stöðuna frá sjónarhóli SA fyrir komandi kjaraviðræður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum þeirrar skoðunar að skynsemi sé veruleg meirihlutaskoðun á Íslandi. Við getum líka spurt hverju við höfum að tapa með því að breyta um kúrs. Við erum búin að beita sömu aðferðafræðinni í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Halldór vill horfa til hinna Norðurlandanna og hvernig kjarasamningar eru gerðir þar. Fari Íslendingar þá leið sé hann sannfærður um að eftir tvö til þrjú ár verði yfirgnæfandi meirihluti þeirrar skoðunar að þetta hefði átt að gera miklu fyrr. „Á hinum Norðurlöndunum er áhersla lögð á jafnar og hóflegar launahækkanir sem skila jafnri kaupmáttarþróun til langs tíma. Ef við færum þá leið myndi ekki hvarfla að okkur að taka upp gamla háttinn á nýjan leik.“ Samtökin luku í gær fundaferð sinni um landið með fundi í Hörpu þar sem rætt var um stöðu efnahagsmála og komandi kjaraviðræður. Halldór skoraði á fundinum á verkalýðsforystuna að taka þátt í því að tryggja stöðugleika með því að semja um hóflegar launahækkanir. Í kynningu sinni á fundinum lögðu Halldór og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, áherslu á að svigrúm til launahækkana væri lítið enda væntingar stjórnenda fyrirtækja og heimila í lágmarki. Samkvæmt könnun meðal félagsmanna SA er svigrúmið talið 1,9 prósent að meðaltali.Ásdís Kristjánsdóttir.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Skynsöm verkalýðshreyfing og skynsamir atvinnurekendur taka mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Það eru kannski skilaboðin sem við vorum að senda í dag. Stundum er besta leiðin til að sækja fram að hlaupa en stundum er besta leiðin að fara sér hægt og við erum á þeim stað í hagsveiflunni núna,“ segir Halldór. Hann segir enga list fólgna í því að knýja fram tugprósenta launahækkun. „Það er engin færni fólgin í því. Færnin er fólgin í því að hitta akkúrat á þetta og það er ekki alltaf eins frá ári til árs. Stundum er mikið rými og þá eru miklar launahækkanir. En þegar rýmið er minna þá sættir samfélagið sig við það og í staðinn fáum við lægri vexti án verðbólguskots og stöðugleika sem eru mikil lífsgæði fyrir heimili landsins að búa við.“ Halldór segist ánægður með fundaferðina en 13 staðir um land allt voru heimsóttir og fundargestir um þúsund talsins. „Þegar maður hittir svona marga þá finnur maður að atvinnulífið er mjög stolt af þeim mikla árangri sem það hefur náð með launþegum á undanförnum árum. Efnahagslegur raunveruleiki knýr samt alltaf dyra að lokum. Nú eru menn svolítið hræddir við að kjarasamningarnir verði of bólgnir eins og þeir voru óneitanlega síðast.“Þættir sem hjálpuðu síðast ekki að vinna með okkur nú Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallaði á fundinum í gær um ytri aðstæður í efnahagslífinu. Hún segir að á gildistíma núverandi kjarasamninga hafi ýmsir þættir orðið til þess að tekist hafi að halda verðbólgu niðri þrátt fyrir miklar launahækkanir. „Viðskiptakjör bötnuðu mjög á þessum tíma sem birtist meðal annars í lækkandi olíuverði. Svo varð auðvitað gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu og gengisstyrking krónunnar á sama tíma.“ Aðgerðir stjórnvalda eins og afnám tolla og vörugjalda hafi líka hjálpað til og við bætist að fyrirtæki hafi séð fram á miklar kostnaðarhækkanir og farið í hagræðingaraðgerðir. Allir þessir þættir hafi valdið því að viðbótarsvigrúm hafi skapast. „Þessir þættir sem hjálpuðu okkur síðast eru hins vegar ekki að vinna með okkur í dag og eru frekar að þróast í hina áttina. Við sjáum það í fréttum að uppsagnir eru að hefjast og fyrirtæki eru byrjuð að grípa til aðgerða. Viðskiptakjör hafa líka versnað það sem af er ári, krónan er að veikjast og það hefur hægt á fjölgun ferðamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00 Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24 Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Við erum þeirrar skoðunar að skynsemi sé veruleg meirihlutaskoðun á Íslandi. Við getum líka spurt hverju við höfum að tapa með því að breyta um kúrs. Við erum búin að beita sömu aðferðafræðinni í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Halldór vill horfa til hinna Norðurlandanna og hvernig kjarasamningar eru gerðir þar. Fari Íslendingar þá leið sé hann sannfærður um að eftir tvö til þrjú ár verði yfirgnæfandi meirihluti þeirrar skoðunar að þetta hefði átt að gera miklu fyrr. „Á hinum Norðurlöndunum er áhersla lögð á jafnar og hóflegar launahækkanir sem skila jafnri kaupmáttarþróun til langs tíma. Ef við færum þá leið myndi ekki hvarfla að okkur að taka upp gamla háttinn á nýjan leik.“ Samtökin luku í gær fundaferð sinni um landið með fundi í Hörpu þar sem rætt var um stöðu efnahagsmála og komandi kjaraviðræður. Halldór skoraði á fundinum á verkalýðsforystuna að taka þátt í því að tryggja stöðugleika með því að semja um hóflegar launahækkanir. Í kynningu sinni á fundinum lögðu Halldór og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, áherslu á að svigrúm til launahækkana væri lítið enda væntingar stjórnenda fyrirtækja og heimila í lágmarki. Samkvæmt könnun meðal félagsmanna SA er svigrúmið talið 1,9 prósent að meðaltali.Ásdís Kristjánsdóttir.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Skynsöm verkalýðshreyfing og skynsamir atvinnurekendur taka mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Það eru kannski skilaboðin sem við vorum að senda í dag. Stundum er besta leiðin til að sækja fram að hlaupa en stundum er besta leiðin að fara sér hægt og við erum á þeim stað í hagsveiflunni núna,“ segir Halldór. Hann segir enga list fólgna í því að knýja fram tugprósenta launahækkun. „Það er engin færni fólgin í því. Færnin er fólgin í því að hitta akkúrat á þetta og það er ekki alltaf eins frá ári til árs. Stundum er mikið rými og þá eru miklar launahækkanir. En þegar rýmið er minna þá sættir samfélagið sig við það og í staðinn fáum við lægri vexti án verðbólguskots og stöðugleika sem eru mikil lífsgæði fyrir heimili landsins að búa við.“ Halldór segist ánægður með fundaferðina en 13 staðir um land allt voru heimsóttir og fundargestir um þúsund talsins. „Þegar maður hittir svona marga þá finnur maður að atvinnulífið er mjög stolt af þeim mikla árangri sem það hefur náð með launþegum á undanförnum árum. Efnahagslegur raunveruleiki knýr samt alltaf dyra að lokum. Nú eru menn svolítið hræddir við að kjarasamningarnir verði of bólgnir eins og þeir voru óneitanlega síðast.“Þættir sem hjálpuðu síðast ekki að vinna með okkur nú Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallaði á fundinum í gær um ytri aðstæður í efnahagslífinu. Hún segir að á gildistíma núverandi kjarasamninga hafi ýmsir þættir orðið til þess að tekist hafi að halda verðbólgu niðri þrátt fyrir miklar launahækkanir. „Viðskiptakjör bötnuðu mjög á þessum tíma sem birtist meðal annars í lækkandi olíuverði. Svo varð auðvitað gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu og gengisstyrking krónunnar á sama tíma.“ Aðgerðir stjórnvalda eins og afnám tolla og vörugjalda hafi líka hjálpað til og við bætist að fyrirtæki hafi séð fram á miklar kostnaðarhækkanir og farið í hagræðingaraðgerðir. Allir þessir þættir hafi valdið því að viðbótarsvigrúm hafi skapast. „Þessir þættir sem hjálpuðu okkur síðast eru hins vegar ekki að vinna með okkur í dag og eru frekar að þróast í hina áttina. Við sjáum það í fréttum að uppsagnir eru að hefjast og fyrirtæki eru byrjuð að grípa til aðgerða. Viðskiptakjör hafa líka versnað það sem af er ári, krónan er að veikjast og það hefur hægt á fjölgun ferðamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00 Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24 Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00
Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24
Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45