Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2018 19:04 Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“ Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“
Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira