Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 16:44 Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49