Eldsupptök talin vera af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 14:06 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök hafi verið af mannavöldum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem send var út klukkan 14:08. Húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans í gær. Þau hafa áður komið við sögu lögreglu. Yfirheyrslur hófust yfir þeim fyrir hádegi í dag en ekki var unnt að ræða við þau í gær sökum ástands. Búið er að taka skýrslu af öðrum einstaklingnum en skýrslutökur yfir hinum stóðu enn yfir á þriðja tímanum. Lögreglu er heimilt að halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Því var ljóst að lögregla þyrfti að taka ákvörðun um það í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir fólkinu, sem verður leitt fyrir dómara síðdegis. Tilkynnt var um eldsvoðann í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tvö létust í eldsvoðanum, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri sem voru gestkomandi í húsinu.Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:08:Búið er að flytja líkamsleifar þeirra er létust í bruna á Kirkjuvegi í gær af vettvangi og bíða krufningar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að vettvangsrannsókn ásamt sérfræðingum Mannvirkjastofnunar.Búið er að taka skýrslu af öðrum þeirra sem er í haldi lögreglu vegna brunans og skýrslutökur yfir hinum aðilanum standa yfir. Gera má ráð fyrir að báðir aðilarnir verði leiddir fyrir dómara síðar í dag og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í þágu rannsóknar málsins. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök séu af mannavöldum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök hafi verið af mannavöldum, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu sem send var út klukkan 14:08. Húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans í gær. Þau hafa áður komið við sögu lögreglu. Yfirheyrslur hófust yfir þeim fyrir hádegi í dag en ekki var unnt að ræða við þau í gær sökum ástands. Búið er að taka skýrslu af öðrum einstaklingnum en skýrslutökur yfir hinum stóðu enn yfir á þriðja tímanum. Lögreglu er heimilt að halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Því var ljóst að lögregla þyrfti að taka ákvörðun um það í dag hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir fólkinu, sem verður leitt fyrir dómara síðdegis. Tilkynnt var um eldsvoðann í einbýlishúsinu við Kirkjuveg á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tvö létust í eldsvoðanum, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri sem voru gestkomandi í húsinu.Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:08:Búið er að flytja líkamsleifar þeirra er létust í bruna á Kirkjuvegi í gær af vettvangi og bíða krufningar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að vettvangsrannsókn ásamt sérfræðingum Mannvirkjastofnunar.Búið er að taka skýrslu af öðrum þeirra sem er í haldi lögreglu vegna brunans og skýrslutökur yfir hinum aðilanum standa yfir. Gera má ráð fyrir að báðir aðilarnir verði leiddir fyrir dómara síðar í dag og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í þágu rannsóknar málsins. Rökstuddur grunur er um að eldsupptök séu af mannavöldum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49