Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 10:30 Vettvangurinn var formlega afhentur lögreglu í morgun. Á mynd sjást lögreglumenn að störfum við húsið á tíunda tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49