Ogier heimsmeistari í sjötta sinn Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2018 18:15 Ogier og Ingrassia fagna titlinum vísir/getty Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári. Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári.
Aðrar íþróttir Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira