Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. nóvember 2018 18:58 Starfsbræðurnir tveir, Niinisto og Trump. Getty/Chip Somodevilla Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45