Steve Kerr um Golden State liðið: Liðsandinn okkar er laskaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 12:30 Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018 NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira