Létta á mannskapnum með einlægri og fyndinni skilnaðarfærslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2018 10:30 Hildur Eir Bolladóttir. Vísir/Auðunn Níelsson Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, greindi í gær frá skilnaði við eiginmann sinn eftir tuttugu ára samband og átján ára hjónaband. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar greinir Hildur Eir, á einlægan hátt, frá breytingunum í lífi þeirra. Segir Hildur þau frekar létt á því og hafi því ákveðið að hún myndi greina opinberlega frá skilnaðnum á Facebook „til að létta á mannskapnum“. Fjölmargir fjölmiðlar greindu frá skilnaðinum í gær en skilnaður hefur alla jafna ekki þótt fréttnæmur hér á landi. Fjölmiðlar hafa í það minnsta mun sjaldan skrifað um það þegar fólk fer í sundur en þegar það tekur saman eða giftir sig. Segja má að færsla Hildar marki að einhverju leyti tímamót en erfitt er að muna eftir því að þjóðþekkt persóna greini frá skilnaði á þennan hátt. Það virðist vera til marks um sátt hjónanna fyrrverandi. Ekki stendur á viðbrögðum við færslunni sem er öllum opin og sýnileg. Tæplega þúsund hafa líkað við færsluna og á þriðja hundrað, kunnugir sem ókunnugir, senda þeim kveðjur.Búddamunkur í Tíbet? 1462 lögskilnaðir voru skráðir hjá Þjóðskrá í fyrra sem er Íslandsmet. Var metið frá árinu á undan bætt, en það ár var einnig um aukningu að ræða á milli ára. Erfitt er þó að draga of mikla ályktun af fjölguninni því hjónaböndum fjölgar sömuleiðis á milli ára. „Skilnaður. Ég hef haft það undarlega göngulag í gegnum tíðina að vera fyrst til að opinbera vanmátt minn, sama í hvaða formi hann birtist. Þó ég sé nú orðin fertug þá ætla ég mér ekki að hætta því, nú er ég hætt að drekka áfengi, borða sykur, mjólkurvörur og er svo í ofanálag skilin, hvað næst? Gerast búddamunkur í Tíbet?“ Þau ætli svo sannarlega að rækta dýrmæta vináttu sína um ókomna tíð. Þau hafi meira að segja velt því fyrir sér að skrifa uppistand um skilnaðarferlið og flytja á sviði þegra þau séu búin að jafna sig á nýjum veruleika. Svo virðist sem orðrómur hafi verið uppi að Hildur ætlaði að koma út úr skápnum. „Heimir er ekki kominn með nýja konu og ég ekki heldur þótt sagan segi að sé á hraðferð út úr skápnum enda sást ég með minnst fjórum lesbíum á opinberum vettvangi í síðustu viku, það var reyndar ótrúlega ósanngjarn hrekkur gagnvart samfélaginu, hver þeirra er eiginlega í sigtinu? En að öllu gamni slepptu þá ákváðum við Heimir í sameiningu að ég myndi skrifa þetta til að létta á mannskapnum af því að við tvö erum frekar létt á því.“Ekki komin á Tinder en þó með „six pack“ En, þótt þau séu létt á yfirborðinu og standi saman þá séu þau meðvituð um hina hliðina. „Auðvitað er þetta sorg, auðvitað er þetta skipbrot, auðvitað eru margir sorgmæddir í kringum okkur, auðvitað erum við bæði kvíðin fyrir framtíðinni, skárra væri það nú, búin að vera saman hálfa ævina en það dó enginn og við eigum hvort annað að nema það gerist að Heimir eignist konu sem þoli mig ekki og ég karl sem heldur með Tottenham. Annars ætti þetta bara að ganga vegna þess að þó hvorugt okkar hafi dúxað í skóla þá erum við engir fávitar. Það er hægt að skilja og vera ekki fáviti, það er hægt að skilja og þykja óendanlega vænt um maka sinn, það er hægt að skilja og eiga enn tengsl,“ segir Hildur. Hún ítrekar að ekki sé um feimnismál að ræða. „Að þessu sögðu þá er öllum óhætt að spyrja okkur sjálf út í þetta, hlýjar kveðjur og faðmlög eru líka vel þegin, við erum bara eins og annað fólk, drullu vanmáttug þegar lífið tekur nýja stefnu.“ Hildur endar færsluna á léttum nótum, segist ekki hafa skráð sig á stefnumótasmáforritið Tinder en hún sé hins vegar í flotti formi, komin með „six pack“ svo öllu sé haldið til haga. Hildur Eir er sem kunnugt er prestur við Akureyrarkirkju en fólk leitar reglulega til presta þegar upp koma vandamál í hjónabandi og stefnir í skilnað. Fróðlegt verður að sjá hvort hnyttnum og einlægum skilnaðartilkynningum muni fjölga meðal Akureyringa á Facebook í komandi framtíð.Ekki náðist í Hildi Eir við vinnslu fréttarinnar. Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri og pistlahöfundur í Fréttablaðinu, greindi í gær frá skilnaði við eiginmann sinn eftir tuttugu ára samband og átján ára hjónaband. Færslan hefur vakið mikla athygli en þar greinir Hildur Eir, á einlægan hátt, frá breytingunum í lífi þeirra. Segir Hildur þau frekar létt á því og hafi því ákveðið að hún myndi greina opinberlega frá skilnaðnum á Facebook „til að létta á mannskapnum“. Fjölmargir fjölmiðlar greindu frá skilnaðinum í gær en skilnaður hefur alla jafna ekki þótt fréttnæmur hér á landi. Fjölmiðlar hafa í það minnsta mun sjaldan skrifað um það þegar fólk fer í sundur en þegar það tekur saman eða giftir sig. Segja má að færsla Hildar marki að einhverju leyti tímamót en erfitt er að muna eftir því að þjóðþekkt persóna greini frá skilnaði á þennan hátt. Það virðist vera til marks um sátt hjónanna fyrrverandi. Ekki stendur á viðbrögðum við færslunni sem er öllum opin og sýnileg. Tæplega þúsund hafa líkað við færsluna og á þriðja hundrað, kunnugir sem ókunnugir, senda þeim kveðjur.Búddamunkur í Tíbet? 1462 lögskilnaðir voru skráðir hjá Þjóðskrá í fyrra sem er Íslandsmet. Var metið frá árinu á undan bætt, en það ár var einnig um aukningu að ræða á milli ára. Erfitt er þó að draga of mikla ályktun af fjölguninni því hjónaböndum fjölgar sömuleiðis á milli ára. „Skilnaður. Ég hef haft það undarlega göngulag í gegnum tíðina að vera fyrst til að opinbera vanmátt minn, sama í hvaða formi hann birtist. Þó ég sé nú orðin fertug þá ætla ég mér ekki að hætta því, nú er ég hætt að drekka áfengi, borða sykur, mjólkurvörur og er svo í ofanálag skilin, hvað næst? Gerast búddamunkur í Tíbet?“ Þau ætli svo sannarlega að rækta dýrmæta vináttu sína um ókomna tíð. Þau hafi meira að segja velt því fyrir sér að skrifa uppistand um skilnaðarferlið og flytja á sviði þegra þau séu búin að jafna sig á nýjum veruleika. Svo virðist sem orðrómur hafi verið uppi að Hildur ætlaði að koma út úr skápnum. „Heimir er ekki kominn með nýja konu og ég ekki heldur þótt sagan segi að sé á hraðferð út úr skápnum enda sást ég með minnst fjórum lesbíum á opinberum vettvangi í síðustu viku, það var reyndar ótrúlega ósanngjarn hrekkur gagnvart samfélaginu, hver þeirra er eiginlega í sigtinu? En að öllu gamni slepptu þá ákváðum við Heimir í sameiningu að ég myndi skrifa þetta til að létta á mannskapnum af því að við tvö erum frekar létt á því.“Ekki komin á Tinder en þó með „six pack“ En, þótt þau séu létt á yfirborðinu og standi saman þá séu þau meðvituð um hina hliðina. „Auðvitað er þetta sorg, auðvitað er þetta skipbrot, auðvitað eru margir sorgmæddir í kringum okkur, auðvitað erum við bæði kvíðin fyrir framtíðinni, skárra væri það nú, búin að vera saman hálfa ævina en það dó enginn og við eigum hvort annað að nema það gerist að Heimir eignist konu sem þoli mig ekki og ég karl sem heldur með Tottenham. Annars ætti þetta bara að ganga vegna þess að þó hvorugt okkar hafi dúxað í skóla þá erum við engir fávitar. Það er hægt að skilja og vera ekki fáviti, það er hægt að skilja og þykja óendanlega vænt um maka sinn, það er hægt að skilja og eiga enn tengsl,“ segir Hildur. Hún ítrekar að ekki sé um feimnismál að ræða. „Að þessu sögðu þá er öllum óhætt að spyrja okkur sjálf út í þetta, hlýjar kveðjur og faðmlög eru líka vel þegin, við erum bara eins og annað fólk, drullu vanmáttug þegar lífið tekur nýja stefnu.“ Hildur endar færsluna á léttum nótum, segist ekki hafa skráð sig á stefnumótasmáforritið Tinder en hún sé hins vegar í flotti formi, komin með „six pack“ svo öllu sé haldið til haga. Hildur Eir er sem kunnugt er prestur við Akureyrarkirkju en fólk leitar reglulega til presta þegar upp koma vandamál í hjónabandi og stefnir í skilnað. Fróðlegt verður að sjá hvort hnyttnum og einlægum skilnaðartilkynningum muni fjölga meðal Akureyringa á Facebook í komandi framtíð.Ekki náðist í Hildi Eir við vinnslu fréttarinnar.
Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira