Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2025 23:00 Fjölmenni var í Veröld á erindi Andreas Schleicher forstðumanns menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Vísir/Einar Höfundur PISA-prófanna segir íslenska skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats og segir að læra þurfi að nýta tæknina á skapandi hátt. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var í Veröld - húsi Vigdísar á dögunum. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan. Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira