Nítján prósent styðja drög May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira